Álftahólar 2 - 64.700.000 kr - 106,1 ferm. - 2 svefnherbergi

Fjölbýlishús - 111 Reykjavík

Lýsing eignar

Húsaskjól og Pétur Ísfeld, löggiltur fasteignasali, kynna til sölu: Vel skipulögða þriggja til fjögurra herbergja íbúð á annari hæð í Álftahólum 2, 111 Reykjavík, með fasteignanúmer 2049055. Birt stærð eignar er skráð 106,1 fm, þar af íbúðarrými 100,2 fm, geymsla 5,9 fm, og óyfirbyggðar svalir 5 fm. Íbúðin skiptist í stofu, eldhús, forstofu, hjónaherbergi, barnaherbergi, baðherbergi, auk svala sem eru að hluta yfirbyggðar. Lyfta er í húsinu og það fylgir eign, stæði í bílageymslu.

Nánari lýsing
Forstofa: Gengið inn í mjög rúmgóða forstofu af teppalögðum stigagangi, fataskápur með á vinstri hönd og góð yfirsýn er yfir alla íbúðina. Á gólfi er fallegt ljóst harðparket.
Stofa og borðstofa: er með borðstofu og stofu, ljósu harðparket á gólfi og stórir gluggar á tveim veggjum með hurð út á svalir gera rýmið bjart og notalegt. Þetta er rými sem býður upp á mikla möguleika.
Eldhús: er með U laga innréttingu með ljósri borðplötu, viðar skápum og stórum glugga við endann með opnanlegu fagi yfir vaskinum. Gott skipulag, mikið vinnupláss og skápapláss er til staðar. Í eldhúsi er helluborði með viftu yfir, ofn, vaskur og pláss fyrir ísskáp, örbylgju og uppþvottavél. Notalegur borðkrókur er í aldhúsi og á gólfi er ljóst harðparket.
Hjónaherbergi: er bjart og rúmgott með góðum glugga, stórum fataskáp og á gólfi er ljóst harðparket. Pláss er fyrir tvíbreytt rúm og náttborð.
Barnaherbergi: er búið að sameina og gera tvö herbergi að einu. Auðvelt væri að skipta því aftur en rýmið er rúmgott og bjart með góðum glugga og ljósu harðparket á gólfi.
Baðherbergi: er með ljósbrúnar flísar gólfi og veggjum. Góð hvít innrétting, með miklu skápalássi er undir vaski, og skápar sitthvoru megin við. Stór vel lýstur spegill er yfir allri innréttingunni. Sturtan er í baði og handkæðaofn er við endan á baðinu. Einng er pláss fyrir þvottavél.
Svalir:  snúa í suður og eru yfirbyggðar að mestum hluta með ofni og stórum opnanlegum gluggum og ljósgráum flísum á gólfi.
Geymsla: er staðsett í kjallara.við inngang. 
Sameign: er með sameiginlegu þvottahúsi.

Fylgdu Húsaskjóli á TikTok

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

106,1 m2 2 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund Fjölbýlishús
Verð 64.700.000 kr
Fasteignamat 58.450.000 kr
Brunabótamat 46.750.000 kr
Stærð 106,1 fermetrar
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 1
Byggingarár 1973
Lyfta nei
Bílskúr nei
Bílskýli nei
Garður nei
Skráð 17.04.2025

Deila eign



Pin it